Fréttir

Þessa dagana hugsa ég bara um tvennt. Körfubolta og riðu :: Áskorandinn Þórður Pálsson frá Sauðanesi

Hugur minn er hjá bændum í Miðfirði sem hafa fengið hinn skelfilega sjúkdóm riðu í sínar fjárhjarðir. Starfs míns vegna kem ég að þessum málum með beinum hætti og síðan ég byrjaði sem búfjáreftirlitsmaður hjá Matvælastofnun árið 2016 hef ég komið að 13 niðurskurðum.
Meira

Risastór eins stigs sigur á Hlíðarenda

Lið Vals og Tindastóls mættust í kvöld á troðfullum Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að Valsmenn séu ríkjandi Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeistarar virðast flestir spá Stólunum sigri í rimmunni en lið Tindastóls hefur verið sannfærandi og kraftmikið það sem af er úrslitakeppninnar á meðan Valsvélin hefur hikstað. Stólarnir voru sterkara liðið lengstum í kvöld og virtust ætla að sigla heim öruggum sigri, voru 19 stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir, en þá sýndu Valsmenn af hverju þeir eru meistarar og nöguðu muninn niður í þrjú stig þegar hálf mínúta var eftir. Keyshawn sýndi stáltaugar á vítalínunni í lokin og eftir að stuðningsmenn Stólanna höfðu haldið niðri í sér andanum í um tíu mínútur þá gátu þeir að lokum fagnað eins stigs sigri. Lokatölur 82-83 fyrir Tindastól.
Meira

Sigur í fyrsta leik hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði fyrsta leik sinn í 3. deildinni í dag en þá heimsóttu Húnvetningar lið ÍH í Skessuhöll Hafnfirðinga. Báðum liðum var spáð einu af fjórum neðstu sætum deildarinnar og því gott veganesti inn í sumarið að næla í sigur. Það tókst lið Kormáks/Hvatar en lokatölur urðu 1-2 og þrjú stig því kominn í sarpinn.
Meira

Dýrið og Blíða :: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir skrifar

„Eftir níu ára hlé setti Leikfélag Blönduóss upp leikritið Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Sigurður Líndal leikstýrði verkinu. Að þessu sinni var leikhópurinn bæði ungur og óreyndur. En það var hvorki að sjá né heyra. En byrjum á byrjuninni. – Skrifar Þorgerður Þóra Hlynsdóttir.
Meira

„Ég segi topp sex, annað væri vonbrigði!“

„Sumarið leggst mjög vel í mig, við erum komnir með mjög sterka leikmenn til liðs við okkur en það mun taka tíma að spila okkur saman. Við þurfum að treysta á einstaklingsgæði í fyrstu leikjunum,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar. Húnvetningar hefja leik í 3. deildinni í knattspyrnu annað sumarið í röð í dag þegar þeir mæta liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Tólf lið munu slást í deildinni í sumar og á dögunum birti Fótbolti.net spá þjálfara deildarinnar og þar var liði Húnvetninga spáð níunda sæti.
Meira

Hlaupið til styrktar Einstökum börnum

„Hlaupið tókst vonum framar. Veðrið slapp vel til og mætingin var einstaklega góð. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem stóð fyrir hlaupinu og var að gera þetta í fyrsta skipti, fyrirvarinn var frekar stuttur og eflaust hefði verið hægt að auglýsa hlaupið víðar en miðað við allt og allt þá var þetta virkilega vel heppnað,“ segir Selma Barðdal, einn aðstandenda Styrktarhlaups Einstakra barna, í spjalli við Feyki en hlaupið var á Sauðárkróki 1. maí síðastliðinn.
Meira

Samfylkingin boðar til opinna funda á Norðurlandi vestra :: Heilbrigðismálin í forgrunni og öllum velkomið að taka þátt

Samfylkingin hefur upp á síðkastið boðað til fjölda opinna funda um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Þrír slíkir fundir um heilbrigðismál verða á Norðurlandi vestra dagana 8. og 9. maí.
Meira

Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.
Meira

Sauðárkrókur hopphjólavæðist

Hopphjólin, sem allir þekkja, eru loksins komin á Sauðárkrók, síðasta vígi þeirra bæjarkjarna sem telja um og yfir 1000 íbúa. Fyrr í dag var skrifað undir samning milli fyrirtækisins Hopp og sveitarfélagsins Skagafjarðar hvað starfsleyfi varðar og geta því bæjarbúar tekið þessi vinsælu hjól í sína þjónustu nú þegar. „Þetta er grænn lífsstíll og hvetur minni bílnotkun og hentar Sauðárkróki mjög vel þar sem hann teygist í tvær áttir,“ segir Rúnar Þór Brynjarsson, einn úr Hopp-teyminu.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks. Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Meira