Fréttir

„Það er vont að vera í óvissu“ segir Unnur Valborg

Það var þungt högg fyrir samfélagið í Húnaþingi vestra þegar riða kom upp á Bergsstöðum í Miðfirði á vordögum og fella þurfti allt fé á bænum. Ekki leið á löngu þar til riða uppgötvaðist á bænum Syðri-Urriðá sem einnig er í Miðfjarðarhólfi og þar þurfti einnig að fella allt fé. Í kjölfarið hafa vaknað miklar umræður um hvað er til ráða gegn riðunni en bændur hafa fengið sig fullsadda á þeim reglum sem fylgt er í dag þar sem allur fjárstofninn er skorinn.
Meira

Kaflaskil hjá Helgu Bjarnadóttur

Það voru sannarlega kaflaskil á dögunum þegar Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð kvaddi sér hljóðs á síðustu samkomu félagsstarfs aldraðra á Löngumýri í vetur og tilkynnti þátttakendum að nú léti hún staðar numið eftir 25 ár sem forstöðukona þessa fjölbreytta og vinsæla félagsstarfs.
Meira

Verðlaun fyrir áhugaverðustu nýsköpunina

Á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að nú á vorönn 2023 fór skólinn af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar er metnaðarfullt verkefni sem snýst um að nemendur í framhaldsskólum landsins stofni eigið fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd og miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.
Meira

Vertu – Silla og fjölskylda í syngjandi sveiflu – Myndband

Það er kominn fössari, lokahelgi Sæluviku og framundan stórleikur í úrslitarimmu Tindastóls og Vals. Þá er tilvalið að koma einni skagfirskri sveiflu í loftið með snillingunum á Öldustígnum, Sigurlaugu Vordísi, Sigfúsi Arnari, Emelíönu Lillý og Eysteini Ívari, sem fluttu m.a. lagið Vertu á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2023.
Meira

Halli á rekstri Skagabyggðar minni en áætlun gerði ráð fyrir

Í frétt á Húnahorninu segir af því að sveitarfélagið Skagabyggð var rekið með 6,8 milljón króna halla árið 2022.Afkoman er þó nokkuð betri en áætlun gerðir ráð fyrir, sem var halli upp á 9,7 milljónir. Skatttekjur voru 9 milljónum hærri en áætlun en stærstu útgjaldaliðir sveitarfélagsins, sem eru félagsþjónusta og fræðslu- og uppeldismál, voru á pari við áætlun. Stærsta neikvæða frávikið frá áætlun var á sameiginlegum kostnaði.
Meira

Fjórir aðilar hlutu samfélagsviðurkenningu frá íbúum Húnaþings vestra

Snemma árs hvatti félagsmálaráð Húnaþings vestra íbúa til að tilnefna þá aðila sem þeim þótti eiga skilið virðingarvott frá íbúum sveitarfélagsins. Nú á dögunum voru samfélagsviðurkenningarnar veittar og komu í hlut fjögurra aðila; Ingibjargar Jónsdóttur, Handbendi, Ingibjargar Pálsdóttur og Kristínar Árnadóttur.
Meira

Konni aðstoðarþjálfari hjá Donna og Stólastúlkum

Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Fram kemur í frétt á síðu Tindastóls að Konni hefur verið í kringum liðið í nokkur ár og var í þjálfarateyminu þegar liðið spilaði síðast í efstu deild. Konni er mjög reynslumikill sem leikmaður og hefur fengið góða reynslu sem þjálfari.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem afhent var í átjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.
Meira