Alexandra fór á kostum í Heimilisiðnaðarsafninu

Alexandra Chernyshova söng sig inn í hjörtu gesta. MYND AÐSEND
Alexandra Chernyshova söng sig inn í hjörtu gesta. MYND AÐSEND

Stofutónleikar Heimilis-iðnaðarsafnsins fóru fram á síðasta degi Húnavöku, þann 16. júlí. Í þetta sinn var það Alexandra Chernyshova, sópran og tónskáld sem flutti fjölbreytta efnisskrá, íslensk og úkraínsk lög í bland við önnur þekkt erlend lög. Má segja að rómantíkin hafi svifið yfir þar sem lögin fjölluðu gjarnan um ástina, lífið og vonina.

Alexandra er okkur að góðu kunn frá því hún bjó hér í Skagafirði ásamt fjöl-skyldu sinni um árabil. Hefur hún ekki aðeins sungið sig inn í hug og hjörtu lands-manna heldur einnig víða um heim s.s. Evrópu, New York, Kína og Japan.

Ágætis aðsókn var að tónleikunum og á milli atriða sló Alexandra á létta strengi og spjallaði við tónleikagesti sem jók á frábæra stemningu sem gjarnan myndast á stofutónleikum. Eftir tónleika þáðu tón-leikagestir kaffi og kleinur í boði Heimilisiðnaðarsafnsins.

/aðsent frá Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir