Fréttir

Ljúffeng blómkálssúpa með baguette

Matgæðingur vikunnar í tbl 34, 2022, var Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir en hún er búsett í Tunguhlíð í Lýdó og vinnur á leikskólanum Birkihlíð sem er í Varmahlíð. Kristín er í sambúð með Guðjóni Ólafi Guðjónssyni og ætlar að bjóða upp á haustlegar máltíðir.
Meira

,,Held að ég sé ánægðust með peysuna sem ég var að klára á mömmu,,

Brynja Sif Harðardóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, Hannesi Inga Mássyni og syni þeirra Óliver Mána sem verður tveggja ára í desember. Brynja er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og vinnur á leikskólanum Ársölum.
Meira

Monica og Gwen bætast í hópinn hjá Bestu deildar liði Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur fengið til liðs við sig tvo feikisterka leikmenn til að styrkja Bestu deildar lið Stólastúlkna fyrir sumarið. Um er að ræða markmanninn Monicu Wilhelm sem er bandarísk og varnarmanninn Gwen Mummert sem er þýsk en hefur spilað í bandaríska háskólaboltanum. Þær eru báðar væntanlegar á Krókinn á næstu dögum samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum eftir 15 ára hark

N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. N4 hefur haldið úti metnaðarfullri sjónvarpsdagskrá með landsbyggðina í fyrirrúmi í 15 ár, gefið út dagskrárblað auk þess sem um tíma var gefið út blað sem byggði á efni stöðvarinnar. Króksarinn María Björk Ingvadóttir hefur verið í forsvari fyrir N4 síðustu árin og barist ötullega fyrir viðgangi stöðvarinnar en þar hafa nokkrir sprækir Skagfirðingar til viðbótar látið ljós sitt skína.
Meira

Rabb-a-babb 215: Erla Jóns

Erla Jónsdóttir svaraði Rabb-a-babbi í 4. tölublaði Feykis 2023. Hún er fædd 1974, gift Jóhanni Inga Ásgeirssyni og saman eiga þau tvö börn; Freyju Dís 19 ára og Loga Hrannar 14 ára. Fjölskyldan býr í Kambakoti í Skagabyggð en Erla er aðflutt, ólst upp á Álftanesi á Mýrum þar til hún var 14 ára en þá flutti fjölskyldan á Akranes. Erla vasast í einu og öðru en hún er framkvæmdastjóri Lausnamiða ehf., oddviti Skagabyggðar, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs og fleira.
Meira

Arnar Geir hafði betur í úrslitum gegn Þórði Inga

Í gærkvöldi stóð Pílukastfélag Skagafjarðar fyrir vel heppnuðu móti en 16 keppendur mættu til leiks í aðstöðu félagsins við Borgarteig á Sauðárkróki. Eftir spennandi keppni þá sigraði Arnar Geir Hjartarson að loknum spennandi úrslitaleik við Þórð Inga Pálmarsson en úrslitaviðureignin endaði 3-2. Í þriðja sæti varð síðan Ingvi Þór Óskarsson eftir að hafa borið sigurorð af Orra Arasyni.
Meira

Pat segir þróunina í leik Stólastúlkna vera jákvæða

Veturinn hefur verið erfiður hjá liði Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni og aðeins tveir sigurleikir í 16 leikjum. Feykir sendi Pat Ryan, þjálfara liðsins, nokkrar spurningar „Við erum lið með fullt af ungum leikmönnum sem þurfa tíma til að þroskast. Stelpurnar vinna hörðum höndum á hverjum degi,“ sagði Pat þegar Feykir byrjaði á að spyrja um hvað væri það helsta sem upp á vantar hjá liðinu.
Meira

Auður Herdís tekur við rekstri Héðinsminnis

Auður Herdís Sigurðardóttir, oft kennd við Stóru-Akra í Blönduhlíð, hefur tekið við rekstri félagsheimilisins Héðinsminni en samningur þess efnis var undirritaður við Skagafjörð til næstu fimm ára. Héðinsminni verður kynntur sem nýr áfangastaður í Skagafirði fyrir hópa í mat og drykk undir merkjum Áskaffis.
Meira

Æfingar hafnar á Himinn og jörð

Æfingar eru hafnar hjá Leikflokki Húnaþings vestra á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn er saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns taka þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og segir í tilkynningu Leikflokksins að meðal annarra eru um sex stúlkur sem sjá um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Meira

Horaður búfénaður í mykju upp að hnjám

​Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði og segir á heimasíðu samtakanna að tilkynningin hafi verið send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.
Meira