Kristvina ráðin í starf aðstoðarskólastjóra í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður
29.01.2023
kl. 13.39
Í byrjun árs var auglýst laus staða aðstoðarskólastjóra við Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Nú fyrir helgi var tilkynnt um að Kristvina Gísladóttir hafi verið ráðin í starfið og mun hún taka við starfinu í febrúar. Alls bárust fimm umsóknir um starfið. Kristvina hefur starfað í Varmahlíðarskóla undanfarin 20 ár.
Meira
