Malbikað við Sauðárkrókskirkjugarð
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
14.10.2022
kl. 11.41
Það er stundum talað um að óvíða í kirkjugörðum sé útsýnið magnaðra en í kirkjugarðinum á Nöfum á Sauðárkróki. Kirkjugarðar þurfa hinsvegar mikla umhirðu og fólk gerir kröfur um að aðgengi sé gott og garðarnir snyrtilegir. Nú í haust var ráðist í að malbika nýlega götu og plan vestan kirkjugarðsins, setja upp lýsingu og frárennsli og er þetta mikil bragarbót þar sem gatan nýja var með eindæmum hæðótt og leiðinleg yfirferðar.
Meira
