Fréttir

Félagafrelsi á vinnumarkaði

Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Meginmarkmið frumvarpsins eru að tryggja rétt launamanna til að velja sér stéttarfélag, leggja bann við forgagnsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda rétt launamanna til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem þeir tilheyra ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum.
Meira

Þrjátíu ár frá stofnun Félags eldri borgara í Skagafirði

Það var þétt setinn bekkurinn í Ljósheimum þegar Félag eldri borgara í Skagafirði fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu sl. mánudag. Yfir hundrað manns nutu veislumatar og skemmtunar og var formaðurinn, Stefán Steingrímsson, afar ánægður með daginn.
Meira

Byggðastofnun leitar að nýjum forstöðumanni fyrirtækjasviðs

Byggðastofnun leitar að öflugum og traustum einstaklingi til starfa sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs. Starfsstöð er í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og metnað til þess að jafna tækifæri landsmanna allra til atvinnu og búsetu. Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er jafnframt staðgengill forstjóra og varaformaður lánanefndar.
Meira

Úrslit Bikarleikja hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina

Á laugardaginn, 15. október, áttu að fara fram tveir bikar leikir í Síkinu hjá yngri flokkum Tindastóls, 10.fl. drengja (Tindastóll - Snæfell) og 12.fl. karla (Tindastóll Grindavík).
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til að sýna hófsemi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2022 þar sem veiðitímabil stendur yfir í 24 daga, frá 1. nóvember - 4. desember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.
Meira

Stólarnir áfram í VÍS bikarnum eftir barningsleik gegn Haukum

Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum í Síkinu í kvöld og úr varð spennandi leikur, í það minnsta svona framan af leik. Stólarnir náðu góðum kafla um miðjan þriðja leikhluta og bjuggu sér þá til forskot sem gestunum tókst ekki að vinna niður. Leikurinn var ekki áferðarfallegur, varnir beggja liða voru ágætar en það væri synd að segja að sóknarleikurinn hafi flætt vel. Lokatölur urðu 88-71 fyrir Stólana sem eru þar með komnir í 16 liða úrslit bikarsins þar sem þeir heimsækja Njarðvíkinga.
Meira

Meistaranemar MAR-BIO fóru vítt og breitt um Norðurland

Í frétt á heimasíðu Háskólans á Hólum er sagt frá því að meistaranemar MAR-BIO heimsóttu skólann á dögunum. Íslandsheimsókn meistaranemanna mun hafa verið með fjölbreyttum hætti. Þau höfðu bækistöðvar á Hólum þar sem þau kynntu sér háskólalífið, heimsóttu bleikjukynbótastöðina og nýsköpunarfyrirtækið Isponica. Þau fóru einnig vítt og breitt um Norðurland.
Meira

UMFÍ verðlaunar USAH fyrir gott samstarf í héraðinu

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) hlaut á laugardag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir verkefni sem stuðlað hefur að góðu og árangursríku samstarfi á milli ungmennafélaganna Hvatar á Blönduósi og Fram á Skagaströnd.
Meira

Bikarslagur í Síkinu í kvöld

Það er körfubolti á Króknum í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Hauka í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins. Reikna má með hörkuleik því Hafnfirðingar hafa unnið báða leiki sína í Subway-deildinni hingað til; lögðu lið Hattar í fyrstu umferð og endurtóku leikinn þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn. Leikurinn í Síkinu hefst kl. 19:15 en hann verður einnig sýndur í Sjónvarpinu og þá væntanlega á sparirásinni.
Meira

N1 kaupir bensínmenguðu húsin á Hofsósi

RÚV sagði frá því fyrir helgi að N1 hafi keypt tvö hús á Hofsósi sem staðið hafa tóm í tæp þrjú ár vegna bensínmengunar á staðnum. Mun þetta vera hluti af samkomulagi fyrirtækisins við eigendur húsanna enda húsin enn ónothæf og verða það þangað til hreinsunar- og mótvægisaðgerðir teljast fullnægjandi. Um er að ræða íbúðarhús við Suðurbraut 6 og veitingahús við Suðurbraut 10 en fimm manna fjölskylda flutti úr íbúðarhúsinu í desember 2019 og veitingastaðnum lokað um mánuði síðar.
Meira