Félagafrelsi á vinnumarkaði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.10.2022
kl. 10.49
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Meginmarkmið frumvarpsins eru að tryggja rétt launamanna til að velja sér stéttarfélag, leggja bann við forgagnsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda rétt launamanna til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem þeir tilheyra ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum.
Meira
