Fram kemur í húnahorninu að á mánudaginn 30. maí klukkan 17 fer fram kynning í Félagsheimilinu á Blönduósi á rannsóknaverkefninu og sjálfsævisögunni Bíbí í Berlín.
Það er ekki laust við að það hafi verið nokkur þreytubragur á liðum Vals og Tindastóls þegar þau áttust við í hreinum úrslitaleik í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi lengstum, Stólarnir flugu úr startholunum en síðan fóru skotin að geiga og Valsmenn, með Hjálmar Stefánsson í ofurformi, komust inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik, 36-36, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur beggja liða að hökta verulega og lítið skorað. Einu stigi munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var eins og orkan væri meiri í heimaliðinu sem náði yfirhöndinni og náði í sigurinn. Lokatölur 73-60 og til hamingju Valsmenn!
Húnahornið segir frá því að formlegar viðræður milli B-lista og D-lista um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps standa nú yfir og hafa tveir fundir farið fram. Í tilkynningu frá oddvitum listanna segir að það sé samhljómur um mörg mikilvæg mál og góður gangur í viðræðum.
Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar „Lykill að lífi“ stendur nú yfir með sölu á K lyklinum. Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki stendur vaktina í Skagfirðingabúð í dag til klukkan 18 og á morgun bætist Hlíðarkaup við en þá verður selt á milli klukkan 16-18.
Nafn: Selma Hjörvarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.
Umhverfisdagurinn í Skagafirði verður haldinn nk. laugardag, 21. maí og að sögn Ingibjargar Huld Þórðardóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar, verður hann tileinkaður útivist og umhverfisvitund. „Allir eru hvattir til að fara út og njóta þess sem Skagafjörður hefur uppá að bjóða,“ segir Inga Huld.
Það er ekki laust við að spenningur sé allsráðandi hjá körfuboltaunnendum í dag þar sem úrslitaleikur Subway deildarinnar fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Reykjavík fyrir sunnan. Varla þarf að minna á að þarna takast á lið Tindastóls og Vals í körfuboltanum og fer sigurliðið heim með Íslandsmeistarabikarinn. Af því tilefni dustum við rykið af þekktum stuðningsmannalögum Stólanna.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Sara Rut Fannarsdóttir heitir ung og efnileg tónlistarkona frá Skagaströndinni góðu sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Fúsaleg Helgi þar sem hún var harmonikkuleikari og söng en fyrr á þessu ári fluttist Sara til Hafnafjarðar. Helstu tónlistarafrek fyrir utan að spila í fyrrnefndri hljómsveit þá segist Sara eitt sinn hafa spilað fyrir biskupinn sjálfan. Þá hefur hún verið í lúðrasveit og spilað og sungið hér og þar.