Ævintýrakvöld á Króknum og oddaleikur framundan
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
15.05.2022
kl. 23.29
Tindastóll og Valur mætust í fjórða leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru gestirnir af Hlíðarenda sem hótuðu nokkrum sinnum að stinga af með gullið. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Stólarnir voru ódrepandi eins og oft áður. Lokamínútur leiksins voru hádramatískur og fór svo að framlengja þurfti leikinn. Þá drömuðu Stólarnir alla upp úr skónum, snéru leiknum sér í vil á loka andartökunum og Pétur galdraði fram sigurkörfu með því að stela boltanum eftir innkast Valsara og bruna upp völlinn með Kristófer Acox á hælunum og leggja boltann snyrtilega í körfuna og tryggði Tindastólsmönnum tækifæri til að taka titilinn í Origo-höllinni næskomandi miðvikudag. Mikið óskaplega getur þessi leikur stundum verið sætur! Lokatölur 97-95.
Meira
