Fréttir

Úrslit í Skólahreysti 2022

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram í kvöld 21.maí í Íþróttahöllinni í Garðabæ oftast nefnd Mýrin. Keppnin var í beinni útsendinu á Rúv og þeir sem misstu af útsendingunni geta kíkt á hana í leit á Rúv.
Meira

WR Hólamótinu lokið

Fram kemur á Eidfaxi.is að WR Hólamótinu sé lokið.
Meira

Minningargjöf um Sigrúnu Kristínu Þórðardóttur

Sunnudaginn 1. maí komu félagar í hestamannafélaginu Þyt saman við reiðhöllina á Hvammstanga til að taka á móti skilti til merkingar á höllinni. Það voru spilafélagar Sigrúnar Kristínar Þórðardóttur sem gáfu skiltið til minningar um Sigrúnu sem lést þann 8. apríl 2019. Sigrún var formaður Þyts þegar höllin var byggð og var hún aðal hvatamaður að byggingu hennar.
Meira

Þú getur sýnt Kraft í verki

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra.
Meira

Arnar Geir í fyrsta sinn á Íslandsmótið í pílukasti

Íslandsmót í pílukasti var haldið helgina 14. og 15. maí síðastliðinn og mættu um 70 manns til að taka þátt, meðal þeirra var Arnar Geir Hjartarson sem keppti fyrir hönd pílu og bogfimideildar Tindastóls. Í tilefni þess sendi blaðamaður Feykis Arnari nokkrar spurningar þessu tengdar.
Meira

Lið Afríku átti ekki séns gegn Stólunum

Tindastólsmenn heimsóttu Afríku í dag á OnePlus völlinn en þeir Afríkumenn hafa lengi baslað í 4. deildinni. Þeir náðu að halda aftur af Stólunum fyrsta hálftímann en staðan var 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttirnar og gestirnir bættu við tíu mörkum. Donni þjálfari var hæstánægður með framlag Spánverjans Basi sem leikur í fremstu víglínu en kappinn gerði fimm mörk og lagði upp þrjú til viðbótar. Lokatölur semsagt 0-12 og góður sigur staðreynd.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira

Söðulsessan sem breyttist í mynd og brúðan hennar Sissu :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Í sparistofunni í Áshúsinu í Glaumbæ er útsaumuð mynd (BSk 1993:2) með blómamunstri á vegg. Myndin er eftir Kristínu Símonardóttur (1866-1956) frá Brimnesi. Upphaflega var myndin hluti af söðulsessu eins og konur notuðu til að smeygja undir sig í söðulinn, til að mýkja sætið. Kristín gaf hana vinkonu sinni Sigríði Pétursdóttur (1858-1930) í Utanverðunesi, þegar hún gifti sig 1880. Sú umsögn fylgdi myndinni að Kristín hefði byrjað á henni 1876 en það ártal er saumað í myndina. Þá var hún tíu ára gömul. Sagt er að hún hafi klárað verkið á fermingarári sínu. Hún hefur saumað myndina með mislöngu spori.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar vann öruggan sigur á ókátum Káramönnum

Lið Kormáks/Hvatar tók á móti Skagamönnum í liði Kára á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar fyrir leik en það varð fljótt ljóst að Skagamennirnir voru eitthvað pirraðir og voru farnir að segja dómara og aðstoðarmönnum hans til strax í byrjun. Það endaði með því að þeir bæði töpuðu leiknum og hausnum en lið Hínvetninga sýndi og sannaði að það á góða möguleika á að koma á óvart í 3. deildinni í sumar. Lokatölur 3-0 og úrslitin í heildina sanngjörn.
Meira

Hvað er það versta sem getur gerst? :: Áskorandi Helga Guðrún Hinriksdóttir

Það hefur pottþétt margoft verið skrifað um þetta viðfangsefni. Pottþétt. Og ábyggilega áður hér í Feyki. Ég held samt að það sé ekki hægt að skrifa eða fjalla of oft um þetta. Um hvað þá? Jú, að gera það sem mann langar til. Að fara út fyrir rammann. Takast á við krefjandi verkefni. Njóta.
Meira