Óbreyttum samningi við Reykjatanga vegna Skólabúðanna að Reykjum ekki framhaldið
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.02.2022
kl. 18.23
Samningur um rekstur skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði er runninn út og verður ekki framlengdur í óbreyttri mynd, eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra en hann hefur verið tvíframlengdur við núverandi rekstraraðila. Reykjatangi ehf. hefur starfrækt búðirnar frá árinu 2003 en eigendur eru hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir. Hafa þau lýst áhuga á að halda rekstrinum áfram en í fyrrnefndri fundargerð kemur jafnframt fram að aðrir áhugasamir aðilar hafi einnig gefið sig fram.
Meira
