Fréttir

Óbreyttum samningi við Reykjatanga vegna Skólabúðanna að Reykjum ekki framhaldið

Samningur um rekstur skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði er runninn út og verður ekki framlengdur í óbreyttri mynd, eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra en hann hefur verið tvíframlengdur við núverandi rekstraraðila. Reykjatangi ehf. hefur starfrækt búðirnar frá árinu 2003 en eigendur eru hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir. Hafa þau lýst áhuga á að halda rekstrinum áfram en í fyrrnefndri fundargerð kemur jafnframt fram að aðrir áhugasamir aðilar hafi einnig gefið sig fram.
Meira

Íbúafundir í Skagafirði fara fram 7. og 8. febrúar

Boðað hefur verið til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem kosið verður um þann 19. febrúar næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Á heimasíðu sameiningarnefndar eru íbúar hvattir til að mæta á fundina og kynna sér álit samstarfsnefndar og kynningarefni sem hægt er að nálgast á vefsíðunni.
Meira

Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.
Meira

Pepelu passar markið hjá Kormáki Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar heldur áfram að safna liði til að styðja við markmið liðsins í sumar en framundan er spennandi sumar í nýrri deild og sem nýliðar í stóru tjörninni er ljóst að sú vegferð hefst aftast á vellinum, segir í tilkynningu frá ráðinu.
Meira

Vesturbæingar kræktu í Covid-smit og koma ekki á Krókinn í kvöld

Það var eftirvænting á Króknum fyrir leik Tindastóls og KR í Subway-deildinni sem fram átti að fara í Síkinu í kvöld en því miður hefur leiknum verið frestað þar sem upp kom Covid-smit í leikmannahópi Vesturbæinganna. Vegna smita, ýmist í leikmannahópi Tindastóls eða andstæðinga þeirra, hefur Tindastólsliðið aðeins leikið tvo leiki síðustu sex vikurnar og vonandi eru kapparnir okkar enn með á hreinu hvað snýr upp og niður á boltanum.
Meira

Fimm sóttu um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar sl. og var eitt þeirra sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að fimm hafi sóst eftir því að þjóna Húnvetningum.
Meira

Hinn þögli meirihluti :: Leiðari Feykis

Brátt fá íbúar Húnavatnshrepps, Blönduóss, Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar að ganga að kjörborðinu og hlutast til um framtíð síns sveitarfélags í sameiningarkosningum sem fram fara þann 19. febrúar næstkomandi. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá eru þessi fjögur sveitarfélög ekki að sameinast í eina sæng heldur freista samningarnefndir þess að koma Húnvetningum saman annars vegar og Skagfirðingum hins vegar.
Meira

Geggjaður fiskréttur og einföld skyrterta

Matgæðingar í tbl 16, 2021, voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Gunnar Kristinn Ólafsson. Þau búa á Blönduósi og eiga saman fimm börn. Gunnar starfar hjá Ísgel ehf. sem er í þeirra eigu ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Kristín er menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

800. vísnaþátturinn í Feyki :: Guðmundur Valtýsson hefur staðið vaktina í hartnær 35 ár

Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987, fyrir hartnær 35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli röggsemi allt fram á þennan dag.
Meira