Fréttir

Skorað á matvælaráðherra að falla frá skerðingu strandveiðikvóta

Drangey-smábátafélag Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að falla frá fyrirætlan sinni um skerðingu á heildarafla til strandveiða á komandi sumri og beinir því til allra stjórnmálaflokka á Alþingi að sameinast um að festa 48 veiðidaga á sumri í sessi.
Meira

North West Hotel & Restaurant opnar í dag eftir óvænta snjókomu innandyra

„Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum,“ segir í færslu á Facebooksíðu North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra en þar sprakk útidyrahurðin upp í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfararnótt mánudags. Til stendur að opna veitingastaðinn seinna í dag.
Meira

Helstu vegir færir en hálka og þæfingur

Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi og skafrenningur víða. Búið er að opna Holtavörðuheiði en þar er hálka og skafrenningur, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og óvissustig vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig á veginum við Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu en vegurinn um Víkurskarð er lokaður.
Meira

Kvennalið Tindastóls með góðan sigur á Þór/KA

Meistaraflokkur Tindastóls kvenna sigraði Þór/KA 0-3 síðastliðinn sunnudag í A-deild Kjarnafæðismótsins sem fram fór á Akureyri. Leikurinn byrjaði af miklum krafti okkar stelpna gegn ungu liði Þór/KA, segir á heimasíðu Tindastols.
Meira

Ætla að fjölga íbúðum á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf þess efnis að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á staðnum en einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðastliðinn áratug þegar byggt var einbýlishús og er íbúðaskortur farinn að hafa veruleg áhrif, eftir því sem fram kemur á heimasíðu HMS.
Meira

20 vilja starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV og var umsóknarfresturinn til 30. janúar. Alls bárust 20 umsóknir um starfið og segir á heimasíðu samtakanna það ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á störfum hjá þeim.
Meira

Breytt fyrirkomulag íbúafunda um sameiningarmál í Skagafirði

Í ljósi óhagstæðs veðurs og takmarkaðrar skráningar á staðfundi hefur verið ákveðið að aflýsa fundum í Miðgarði, á Hofsósi og á Sauðárkróki. Í staðinn verði rafrænn fundur mánudaginn 7. febrúar kl. 20 og staðfundur í Héðinsminni þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20. Báðir fundir eru opnir öllum íbúum í Skagafirði.
Meira

Skrifstofa Sýslumanns á Blönduósi opnar kl. 12 - Uppfært: Skrifstofan á Sauðárkróki er opin.

Tilkynning um opnunartíma skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra mánudaginn 7. febrúar nk. Vegna slæmrar veðurspár verður skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi lokuð mánudaginn 7. febrúar nk. til kl. 12:00.
Meira

Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur

Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Meira

Vörumiðlun er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu -Framúrskarandi fyrirtæki

Vörumiðlun ehf. er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu, á eftir Samskip og Eimskip/Flytjanda og var það valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020. Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru að Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Hólmavík, Búðardal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Reykjanesbæ, Akureyri og Reykjavík.
Meira