Hreykin áhöfn, á mótorbátnum „Alka“, lagði að landi með sérstæðan afla

Hver er maðurinn? Þorsteinn Steinsson.

Hverra manna ertu? Er sonur Steins Steinssonar, sem var héraðdýralæknir í Skagafirði í 30 ár og konu hans Þorgerðar Friðriksdóttur.

Árgangur? 1954

Hvar elur þú manninn í dag? Heimilið mitt er að Lónabraut 21, 690 Vopnafjörður

Fjölskylduhagir? Ég er giftur Sigurbjörgu Guðmundsdóttur.

Afkomendur? Börnin eru þrjú Guðmundur Vignir f. 1975, Ríta Björk f. 1981 og Sandra Lind f. 1992 og barnabörnin eru orðin þrjú.

Helstu áhugamál? Hestamennska, veiðar, útivist og félagsmál

Við hvað starfar þú? Sveitarstjóri á Vopnafirði

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er... best

Það er gaman ...að læra, leikur sá er mér kær að læra  meira í dag en í gær

Ég man þá daga ...er ungur ég var

Ein gömul og góð sönn saga
Sagan af kálfinum tveggja vetra sem slapp út úr sláturhúsi KS og synti tæpa mílu út á Skagafjörð.
Að sögn Árna Egilssonar sláturhússtjóra rauk tarfurinn á slátrarann og hrinti honum um koll, stökk síðan út úr réttinni og þar sem gleymst hafði að loka dyrunum út úr réttarhúsinu var leiðin til frelsis greið.   Tarfurinn hljóp síðan út Eyrina og niður í fjöru, þar sem hann lagðist umsvifalaust til sunds og stefndi út fjörð.   Nú var úr vöndu að ráða hvernig skyldi ná bola til baka.   Kallað var á aðstoð hafnarvarðarins Guðmundar Árnasonar (Gvendar kjafts).   Það var síðan nokkru seinna sem hreykin áhöfn, á  mótorbátnum „Alka“, lagði að landi með sérstæðan afla, sem var kálfurinn tveggja vetra.    Talið er að þetta sé í fyrsta og eina skipti sem slíkur fengur hefur fengist úr Sakagafirði.

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Er það rétt að ykkur feðgunum hafi alltaf gengið illa að landa laxi í Blöndu?
Svar............ Jú mikið rétt.  Vatnavextir voru oft miklir í Blöndu á vorin og því oft erfitt að veiða í henni.   Áin var hins vegar bókstaflega morandi af laxi og þetta var hið mesta puð að landa öllum þeim löxum sem veiddust í þá daga.  Sjaldnast voru þeir taldir í minni einingum en tugum og fyrir kom að þeir væru tveir á í einu.   Þessir tímar koma víst ekki aftur.

 

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn :  Daníel Sighvatsson (Danni á Stöðinni)
 
Spurningin er..................
Er það rétt að það sé arfgengt að vinna að framförum í símamálum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir