Þegar þakið ætlaði að rifna af húsinu.......

Hver er maðurinn?  

Tryggvi Jónsson

 

Hverra manna ertu ? Sonur Jóns Tryggva Baldvinssonar frá Dæli og Stefaníu Eybjörgu Guðmundsdóttur frá Reykjavík

 

Árgangur. 1966, aldeilis ágætis árgangur.

 

Hvar elur þú manninn í dag ? Í hinni kreppu hrjáðu borg óttans Reykjavík                      

 

Fjölskylduhagir? Er í sambúð með Valgerði Sigtryggsdóttur

 

Afkomendur? Davíð Birkir f, 85. Lilja Dögg f, 88. Guðrún Ósk f,94. Jón Valgeir f, 96. Eybjörg Rós f, 07.

 

Helstu áhugamál?  Fyrir utan það að fjölga mannkyninu, hef ég gaman af hestamennsku og vera glaður.

 

Við hvað starfar þú? Í dag er ég yfirmaður stórtækja flutninga hjá fyrirtæki sem heitir LMS.

 

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

 

Heima er........... frábært.

 

Það er gaman........... að vera kátur.

 

Ég man þá daga........... er ég vann Bjarna Jónasar á ísmóti á króknum, (frábær tilfinning).

 

Ein gömul og góð sönn saga........... Við fórum nokkrir hestamenn á Króknum í hestatúr vestur í Skrapatungurétt það gekk í brasi að komast af stað sem var reyndar alþekkt vandamál hjá okkur félögunum. En við komumst vestur í Skrapatungurétt undir miðnætti þar sem partur af hópnum gisti í kofanum sem þar er. Þeir sem gistu voru Frímann Hilmarsson, Geiri Eyjólfs,  Gísli Árna, Helgi Ingimars og Tryggvi Jóns.

Þegar menn voru búnir að snæða fimm rétta máltíð upp úr hnakktöskunum,

var komin tími fyrir sögustund. Þær eru því miður ekki prenthæfar, síðan tók við söngur fram á morgunn, Frímann þandi raddböndin af hreinni snilld, en í miðju lagi stekkur hann upp og rífur út úr sér tennurnar og setur þær fram á vaskabekk.

Ekki versnaði söngurinn við það, og áfram var sungið og tekið vel á því, nokkru síðar þegar þakið ætlaði að rifna af húsinu vegna hávaða tekur Geiri tennurnar út úr sér og stingur upp í Frímann og spyr, passa þessar?............

 

 

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Er hægt að hætta að vera hestamaður ?

 

 

Svar............Nei, ekki glæta, hægt að halda því niðri með skapsveiflum, en ekki vinsælt hjá fölskyldunni.

 

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

 

Nafn.............Haraldur Páll Bjarkason

 

Þar sem ég hef ferðast talsvert með Haraldi og fjölskyldu á sumrinn í útilegu.

Spurninginn er því........... Af hverju hringir síminn hjá þér alltaf þegar þú átt að vera að tjalda?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir