„Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. Allir þeir, sem á undan mér komu, eru þjófar og ræningjar, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð,“ sagði Jesú forðum og hægt er að lesa í Jóhannesarguðspjalli.
Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Fyrr í þessum mánuði hratt húnvetnski tónlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson af stað Karolinafund/söfnun upp í framleiðslu á vinyl plötu með nýrri eigin tónlist. Á Facebook-síðu sinni greinir Haraldur frá því að Andrés Þór gítarleikari og Matthías Hemstock hafi unnið tónlistina með honum en upptökum og hljóðblöndun stjórnaði Ómar Guðjónsson.