Bjarni Har á K2
Herra Hundfúll skilur ekkert í þessum æsingi yfir þessum rúnti sem John Sigurjonsson tók á K2. Bjarni Har fer á rúntinn á K2 margoft á hverju sumri og þykir ekki sérlega fréttnæmt.
Fleiri fréttir
-
„Ég er ánægð að hafa upplifað ár sem var fullt af fallegum atburðum“ | KATRĪNA GEKA
Síðasti nýbúinn sem Feykir ræðir við um jólin og árið sem er að líða er Katrīna Geka. „Ég gegni mörgum hlutverkum í lífinu, þar á meðal móðir fallegs drengs, eiginkona yndislegs manns og sjálfstætt starfandi lífsstílsblaðamaður. Ég og fjölskylda mín búum nú á Sauðárkróki,“ segir Katrīna hún er gift David Geks körfuboltamanni með liði Tindastóls en hann varð einmitt íslenskur ríkisborgari á árinu.Meira -
„Rödd þín er öflug, svo ekki gleyma henni“ | GRETA CLOUGH
Þá er komið að því að fræðast um jólin og árið hjá Gretu Clough en hún er bandarísk að upplagi en býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Líndal, og börnum þeirra. Greta er listrænn stjórnandi hjá Handbendi brúðuleikhúsi, leikhúslistamaður og brúðuleikari. Hún verður heima á Hvammstanga um jólin og fær góða gesti í heimsókn.Meira -
Bifröst: Sæluhús æskunnar | Sölvi Sveinsson skrifar
Óhætt er að fullyrða að Bifröst var frá upphafi það sem nú er kallað ,,fjölnota hús". Ungmennafélagið Tindastóll stóð fyrir byggingu hússins sem hófst 1924 og það var tekið í notkun árið eftir. Pálmi Pétursson, K.G. og Sigurgeir Daníelsson, kaupmenn á Króknum, lögðu fram fé, en húsið var síðan reist í sjálfboðavinnu að mestu og mun Páll Jónsson trésmiður hafa stýrt verkinu. Kaupmenn-irnir gáfu síðan félaginu hlutaféð.Meira -
G L E Ð I L E G J Ó L
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 24.12.2025 kl. 18.00 oli@feykir.isStarfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,Meira -
Það er almennt mikið keppnisskap í fjölskyldunni | INGVI HRANNAR
Einn af bestu sonum Skagafjarðar er Ingvi Hrannar Ómarsson, árgangur 1986, en hann flutti fyrir nokkru til Kaliforníu sem er eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Þar starfar hann við náms- og upplifunarhönnun (Instructional Designer) hjá tæknirisanum Apple í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Silicon Valley, Apple Park, en þar starfa um 12 þúsund manns. Eins og flest sem tengist Apple þá er hönnun vinnustaðarins einstök. Það hafði lengi staðið til hjá Feyki að taka púlsinn á Ingva Hrannari eftir flutninga til Bandaríkjanna og hér má lesa afraksturinn.Meira
