Bragðvond Kryddsíld
feykir.is
Hr. Hundfúll
04.01.2011
kl. 08.40
Að venju söfnuðust stjórnmálaforingjar saman í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag þar sem kveðja átti gamla árið og ræða málin sem brenna á fólki. Það kom sennilega engum á óvart að samræðurnar voru út og suður og lítið annað endurteknar og óspennandi orðskylmingar sem gerðu lítið annað en ergja þá sem nenntu að horfa á þáttinn. Herra Hundfúll var í það minnsta ekki spenntur og spyr hvort ekki sé rétt að fara með þennan þátt í aðra átt? Reyna að taka upp léttara hjal þannig að fólk fái að sjá aðra hlið á þessum "foringjum" – en kannski er þessu fólki bara fyrirmunað að koma saman öðruvísi en að þeirra kappsmál sé að moka sem mestum skít á viðmælendur sína?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.