Fótbolti þrátt fyrir allt...

Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir