Hallelúja!

Herra Hundfúll horfði einu sinni sem oftar á Silfur Egils síðasta sunnudag. Oft rekur forvitnilegt fólk inn nefið hjá Agli og meðal viðmælenda hans þennan sunnudaginn var Norðmaður sem boðaði fagnaðarerindi Evrópusambandsins, Íslendingum (og Norðmönnum) til handa. Í Evrópu sagði hann hagana vera grænni, hitann meiri, áleggið ódýrara, bræðralagið fallegra og þar fram eftir götunum. Sumt hljómaði sennilegra en annað, eins og gengur. Sannfæringarmátturinn skein úr augunum og hendurnar hófust á flug til áherslu orðum hans. Einhverra hluta vegna minnti þessi hallelúja-söngur norska mannsins Herra Hundfúlann á óvænta upphringingu frá vottum Jehóva á laugardagskvöldi - eða kannski bara samtal við bílasala í notuðum bílum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir