...og aðeins betur ef það er það sem þarf!

Þá var loksins valtað yfir danska leppalúðann en ef lesendur hafa ekki tekið eftir því þá er íslenska landsliðið á fullu í Evrópukeppninni í handbolta sem fer fram í Austurríki þessa dagana. Eftir að hafa leyft andstæðingunum að jafna í lok tveggja fyrstu leikjanna stigu strákarnir upp í leiknum gegnum dönum og unnu góðan sigur. Herra Hundfúll hefur ekki taugar í þessa vitleysu en er nokkuð sáttur við að horfa á sigurleiki í endursýningu. Hann hjó að vísu eftir því að í útvarpinu var hjartveikum og öðrum sem þola illa yfirspennu bent á að horfa á leikinn gegn dönum, sem fram fór á laugardagskvöldið, í endursýningu. Það var þó kannski verra að endursýna leikinn ekki fyrr en 21 klukkutíma eftir að honum lauk!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir