Óþolandi alltaf þessi handbolti

Herra Hundfúll - eða Herra Handfúll - var alveg harðákveðinn í því fyrir HM í handbolta að sleppa því alveg að fylgjast með þessu handboltalandsliði Íslands sem árlega leggur taugakerfi landans í rúst. Gekk jafnvel svo langt að Hundfúll var að hugsa um að segja upp Stöð2 Sport en það hefði auðvitað þýtt að einhvern fótbolta hefði vantað í sjónvarpið svo sú hugmynd var ekki að fúnkera.

-Nú er auðvitað svo komið að handboltagaurarnir eru búnir að fara á kostum og sitja landarnir (Hr. Hundfúll þar með talinn) nú límdir við alla þá skjái þar sem mögulegt er að fylgjast með landsliðinu, hvort sem þeir hafa áhuga á boltanum eða ekki.

-Herra Hundfúll verður að viðurkenna að umfjöllun Stöð2 Sport um HM er algjörlega til fyrirmyndar og eiga Þorsteinn Joð og félagar skilið mikið hrós. Svo ekki sé nú talað um strákana okkar...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir