Rétt skal vera rétt...
Nú eru Molduxarnir komnir heim af Eurobasket í Finnlandi eftir talsverða frægðarför og að sjálfsögðu er viðtal við talsmann þeirra á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Eitthvað hefur sennilega skolast til hjá fréttastjóra Moggans í fyrirsögninni þar sem segir: „Lærðum margt af landsliðinu.“ Þetta hlýtur að hafa misritast og átt að vera öfugt, eða: „Landsliðið lærði margt af okkur.“
Fleiri fréttir
- 
									
						
Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga
Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.Meira - 
									
						
Erfiðlega gengur að manna leikskóla í Skagafirði
Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í síðustu viku var starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði til umfjöllunar. Þar kom m.a. fram að erfiðlega gangi að manna fjölmarga vinnustaði í sveitarfélaginu og þar á meðal leikskóla. Því til skýringar er bent á að atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist undir 1%. „Leitað er allra leiða til að fá fólk til starfa á leikskólum sem hafa skilað nokkrum árangri. Jafnframt hefur verið auglýst eftir dagforeldrum, en engar fyrirspurnir hafa borist vegna þess,“ segir í fundargerðinni.Meira - 
									
						
Eldri borgarar í Húnaþingi funda á Blönduósi í dag
Haustfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi í dag, 4. nóvember klukkan 13. Gestir fundarins verða Björn Snæbjörnsson formaður Landsambands eldri borgara og Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri og munu þau kynna félögum starfsemi landsambandsins.Meira - 
									
						
Ós US: Vefnaður samfélags og sköpunar | Morgan Bresko skrifar
Sýning fór fram í Hillebrandtshúsi í Gamla bænum í Blönduósi og veitti gestum innsýn í skapandi samtal sem myndaðist þegar alþjóðlegir listamenn kynntu sér landslag, menningu og textílhefðir Íslands. Hver listamaður setti fram einstakt sjónarhorn og skoðaði hugtök eins og sjálfsmynd, ferli og stað í gegnum efni, vefnað og tilraunir með textíl.Meira - 
									
						
Tælenskur réttur og pastasalat | Matgæðingar vikunnar
Matgæðingar í tbl. 29 að þessu sinni voru Jóhann Axel Guðmundsson og konan hans Mariko Morita og búa þau á Selfossi ásamt dóttur þeirra Írisi Þóru. Jóhann Axel er alinn upp á Fjalli í Sæmundarhlíð en vill meina að hann sé Varmhlíðingur og eini Skagfirðingurinn í sinni fjölskyldu, fæddur og uppalinn. Hin eru aðflutt aðkomufólk. Mariko er frá Hamamatsu í Japan en þaðan koma þau víðfrægu Yamaha hljóðfæri. Jóhann vinnur í Hveragerði hjá Ölverk og Mariko vinnur á Selfossi á Kaffi krús, endilega kíkið í kaffi. „Jæja, tvennt á boðstólum þessa vikuna, haldið ykkur,“ segir Jóhann hress.Meira 
						
								
