Stuttur spuni um styttingu þjóðvegs númer eitt

Enn ganga sumir með þá martröð í maganum að vilja skera burt Blönduós og Varmahlíð frá þjóðvegi 1 enda alveg tilgangslaust að fara þar í gegn að þeirra mati – nema svona til spari. Herra Hundfúll er ekki að fíla þetta vanhugsaða sparnaðarráð. En hvað veit sá sem allt veit? Best væri auðvitað að leggja veginn milli Akureyrar og Reykjavíkur í stokk.

Það væri upplagt fyrir rafbílana að hitastigið í stokknum væri 25 gráður, þar ríkti eilíft logn og ökumenn þyrftu ekki að upplifa ótryggt veður, gloppóttar girðingar og alls kyns viðvarandi lágmenningu. – Utan stokksins væru síðan fallegir mjóir malarvegir með milljón holum, jarmandi rollum, vælandi heimamönnum og jafnvel sjoppum á stangli þar sem fengjust djúpsteiktar pylsur og prinspóló meðan að birgðir entust. – Segi nú bara svona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir