Sunnudags-Moggi góðan daginn!

Herra Hundfúll er bara hinn ánægðasti enda nýbúinn að eignast góðan vin. Nefnilega nýjan og skemmtilegann Sunnudags-Mogga  sem stakk sér í gegnum dyralúguna í kompaníi við laugardagsblað Moggans. Um er að ræða blað sem er einskonar blanda af Lesbók og gamla Sunnudagsblaðinu, en ekki svona skelfilega þurrpumpulegt og upphafið og þau gömlu voru. Fyrsti Sunnudags-Mogginn var stútfullur af fínu og fjölbreyttu efni og það er sannarlega fátt sem slær út hressilegri, fróðlegri og jákvæðri heimsókn í morgunsárið. Til hamingju Moggafólk!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir