Úr óhugnanlegum raunveruleika

Annan í páskum hófu ábúðarfullir fréttamenn Ríkiskassans að sýna hörmulegt myndband af skotárásum bandarískra hermanna á saklausa borgara í Írak. Hjálpsamur fjölskyldufaðir á sendibíl ætlaði að koma særðum blaðamanni í skjól, sem þyrlumenn höfðu skotið á í misgripum, en var sjálfur drepinn af sömu hermönnum. Inni í bílnum horfðu börn mannsins uppá þessa skelfingu en lifðu sjálf árásina af.

Lífið virðist ansi oft lítils virði í stríðsátökum og erfitt fyrir venjulega borgara fjarri þessum óhugnanlega raunveruleika að setja sig í spor Íraka og þeirra hermanna sem þar starfa. Það er fátt sem getur réttlætt framgöngu þeirra hermanna sem tóku þátt í þessum ójafna "bardaga".

Íslenskir sjónvarpsmenn fóru til Bagdad og ræddu við börnin og eiginkonu mannsins sem var drepinn. Í það minnsta syninum var sýnt myndbandið af árásinni og hann myndaður meðan hann horfði á. Þetta kom Herra Hundfúlum nokkuð undarlega fyrir sjónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir