Öruggara Norðurland vestra - 3. samráðsfundur

9. maí kl. 12:00-16:00 Hvað er að gerast Ljósheimar
9 maí
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra í samvinnu við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, ungmennahreyfinguna, Þjóðkirkjuna, SSNV, Sýslumanninn á Norðurlandi vestra og heilbrigðisstofnanir svæðisins boða til 3. samráðsfundar Öruggara Norðurlands vestra þann 9. maí kl. 12-16.
 
Áhersla verður lögð á FORNOR - sameiginlega forvarnaáætlun Norðurlands vestra, hvernig megi styðja betur við notkun áætluninnar og tilgang hennar.
 
Dagskrá fundarins verður birt á næstu dögum, en fulltrúar sveitarfélaga, lögreglu og Landlæknisembættisins verða með framsögu. Unnið verður í hópum sem og umræður verða í pallborði.
 
Samráðsfundurinn er öllum opinn en takmarkað pláss er í húsi svo nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku á þessari slóð: https://forms.office.com/e/CnULNTwR8b

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.