Miklar leysingar og flóð í Héraðsvötnum
Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum. Austari Jökulsá er komin upp fyrir fimm ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði (V433) og er enn á uppleið, nálgast 10 ára mörkin. Vatnshæð á þessum stað mælist nú um 420 cm og hefur ekki mælst svona há síðustu 2 ár.
Ekki eru miklar líkur á að áin flæði yfir bakka sína við mælinn við Skatastaði eða næsta nágrenni. Það tekur hins vegar vatnið um 4 klst. að berast að mæli V77 við Grundarstokk. Þar er mikið flatlendi sem getur flætt yfir. Það munu vera áfram einhverjar leysingar áfram amk. fram á aðfaranótt föstudags þegar kólnar nokkuð snarpt.
Bændur eru hvattir til að huga að því hvort búfé gæti lent í sjálfheldu.