Æfingar Hvatar hefjast á mánudag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
02.09.2011
kl. 14.01
Nú er vetrarstarfið að fara á fullt hjá knattspyrnudeild Hvatar og æfingataflan tilbúin.
Fram kemur á heimasíðu Hvatar að æfingar hefjast mánudaginn 5. september. Þjálfari verður Eysteinn Pétur Lárusson sem jafnframt er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og USAH.
Æfingatöfluna má sjá hér.