Bergþór Pálsson Íslandsmeistari í leirdúfuskotfimi

Nú um helgina var Íslandsmótið í leirdúfuskotfimi-skeet haldið á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Aðstæður voru erfiðar, allhvass vindur og úrfelli en það virtist ekki hafa mikil áhrif á formann Skotfélagsins Markviss Bergþór Pálsson.

Bergþór hafði nauma forystu á mótinu eftir fyrri daginn en seinni daginn jók hann forystu sína jafnt og þétt og tryggði sér Íslandsmeistaratitil í 1. flokk með yfirburðum á skorinu 114/125 sem jafnframt er meistaraflokksárangur og hæsta skor sem náðst hefur hérlendis á þessu ári.  

Bergþór hafði 5 stiga forskot á næsta mann inn í úrslit og tryggði sér öruggan 4 stiga sigur á mótinu með því að skjóta 21/25 í úrslitum, eða samtals 135/150 dúfur, hann er því tvöfaldur Íslandsmeistari í leirdúfuskotfimi árið 2010.

Í öðru sæti hafnaði fráfarandi Íslandsmeistari Sigurþór Jóhannesson SIH á 131/150,og í þriðja sæti Örn Valdimarsson SR á 128/150.  

Nánari úrslit og myndir má sjá á, http://www.sr.is/ og á http://www.flickr.com/photos/gummigisla/sets/72157624731114862/

Þess má geta að þetta er í sjöunda skipti á síðustu 4 árum sem Skotfélagið Markviss á keppanda/keppendur á verðlauna palli á Íslandsmeistaramótinu í leirdúfuskotfimi og hlýtur það að teljast góður árangur hjá ekki stærra félagi.

/Húni.is

Fleiri fréttir