Bestu ræðarar kepptu í Jökulsá

Það var mikið um að vera á vegum Viking Rafting um sólstöður, þegar dagur var sem lengstur og sólin aldrei settist. Um miðnætti 21. júní var boðið upp á siglingu gegnum flúðir og fossa Jökulsár austari og sólstöðum fagnað. Á laugardeginum var svo haldin straum-kajak keppni, þar sem gestir gátu fylgst með meisturum etja kappi við stórkostlegar flúðir jökulsárinnar.  Gleðskapurinn hélt svo áfram á Hafgrímsstöðum þar sem höfuðstöðvarnar eru til húsa með leikjum og tónleikum.

Raftað var niður Jökulsána á miðnætti sumarsólstaða. Mynd: Viking Rafting.

Að sögn Bjargar Fríðu Elíasdóttur hjá Víking Rafting, tókst hátíðin vel en þetta var frumraun með svona atburð í Skagafirði. Stefnt er á að gera þetta að árlegum viðburði enda einstakt að geta siglt í miðnætursólinni. Björg segir að margir stundi rafting siglingar og áhuginn sé mikill úti í hinum stóra heimi að koma til Íslands og sigla á einni bestu rafting- og straumkajaká Evrópu.

Á Fésbókarsíðu Viking Rafting er hægt að sjá margar skemmtilegar myndir frá helginni.

Þeir voru nokkrir straumkajakræðararnir sem tóku þátt í gleðinni hj´+a iking Rafting um sólstöðurnar. Mynd: Viking Rafting.

Fleiri fréttir