Fyrstu leikir vetrarins að fara í gang
Meistaraflokkar Tindastóls hefja fyrstu deildarleiki sína um helgina þegar karlaliðið tekur á móti Augnabliki á föstudagskvöldið og kvennaliðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn á laugardag. Allir hvattir til að mæta og hvetja Stólana til sigurs.
Búist er við mikilli stemningu í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld þegar Tindastóll hefur baráttu sína við að komast í Úrvalsdeildina en þangað er klárlega stefnt að ári. Stefán Jónsson formaður deildarinnar segist vilja hvetja alla til að mæta á pallana og styðja liðið í vetur og leggjast öll sem eitt á að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu. Þá eru allir brottfluttir á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að mæta í Grafarvoginn og hvetja stelpurnar í sinni baráttu gegn Fjölni.