Herrakvöld körfuknattleiksdeildarinnar
Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur Herrakvöld á Kaffi Krók næstkomandi laugardag og verður húsið opnað með fordrykk kl. 20:00. Boðið verður upp á skagfirskt hlaðborð. Veislustjóri er Júlíus Jóhannsson en einnig mun ræðumaður kvöldsins ávarpa viðstadda. Til skemmtunar verða einnig Gunni Óla og Hebbi, ásamt tríói Pilla Prakkó.
Happdrættismiðar verða seldir á staðnum og eru veglegir vinningar í boði. Einnig verður uppboð á ýmsum munum. Gunni Óla og Hebbi spila svo fram eftir nóttu. Miðaverð er kr. 4000.- og hægt er að skrá síg í símum 868-2355, 663-7722 eða á netfangið herrakvöld@fjolnet.is.