Hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í dag

Hin árlega hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í innanhús knattspyrnu fer fram í dag miðvikudaginn 29. desember og hefst mótið í íþróttahúsinu á Blönduósi kl 17:00.

Spilaður verður svokallaður "löggubolti" þ.e.a.s. 4 í liði, spilað er á handboltamörkin, ekki er leyfilegt að verja með höndum og boltanum er kastað inná (innkast) þegar hann fer útaf. Einnig þurfa einhverjir úr liðunum að sjá um dómgæslu þegar þau eru ekki að keppa.

Fleiri fréttir