Jóhann Björn og Ísak Óli keppa á Smáþjóðaleikunum í sumar

Frjálsíþróttakapparnir Jóhann Björn og Ísak Óli Mynd af Tindastól.is
Frjálsíþróttakapparnir Jóhann Björn og Ísak Óli Mynd af Tindastól.is

Þrír Skagfirðingar munu fara með landsliði Íslands í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikana sem fram fara í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní í sumar. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að í liðinu séu 22 íþróttamenn, þrettán konur og níu karlar.

Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ valdi þá Ísak Óli Traustason, sem keppir í 110m grindahlaupi, langstökki og boðhlaupi, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem keppir í 100m og 200m hlaupum og boðhlaupi og svo er Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls í þjálfarateymi liðsins.

Á Smáþjóðaleikunum eiga keppnisrétt Evrópuþjóðir með íbúatölu undir einni milljón og hafa þeir verið haldnir annað hvert ár frá 1985, segir á Tindastóll.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir