Konráð og Laufey valinn best

Konráð Freyr Sigurðsson, Atli Dagur Stefánsson, Laufey Harpa Hakkdórsdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir. Aðsendar myndir.
Konráð Freyr Sigurðsson, Atli Dagur Stefánsson, Laufey Harpa Hakkdórsdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir. Aðsendar myndir.

Uppskeruhátíð Tindastóls í fótbolta var haldinn nú á dögunum en vegna aðstæðna fór hún fram á annan hátt en vanalega. Konráð Freyr Sigurðsson var valinn besti leikmaðurinn hjá strákunum og sá efnilegasti Atli Dagur Stefánsson. Hjá stelpunum var Laufey Harpa Halldórsdóttir valinn best og Bergljót Ásta Pétursdóttir efnilegust.

Laufey Harpa var ein af mikilvægustu leikmönnum síðasta sumar og hjálpaði liði Tindastóls að tryggja sér upp í deild þeirra bestu næsta sumar, Laufey spilaði nítján leiki síðasta tímabil og skoraði tvö mörk. Bergljót Ásta, sem er miðjumaður, átti virkilega gott tímabil síðasta sumar og stóð sig frábærlega á miðjunni, Bergljót spilaði sautján leiki og skoraði eitt mark.

Konráð Freyr var mjög öflugur á miðjunni og stjórnaði leiknum eins og herforingi oft á tíðum síðasta sumar. Hann lék tuttugu og einn leik og skoraði í þeim fjögur mörk. Atli Dagur spilaði tuttugu og tvo leiki fyrir Tindastól síðasta sumar og stóð sig gríðarlega vel á milli stanganna.

/Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir