Nova vill upp á Miðgarð
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.02.2011
kl. 08.07
Símafyrirtækið Nova ehf hefur sent byggðaráði Skagafjarðar erindi þar sem fyrirtækið fer fram á leyfi til þess að setja upp farskiptabúnað í og á Menningarhúsið Miðgarð í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti með fyrirvara um afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.