Ótthar nýr framkvæmdastjóri Þróttar
Ótthar Edvardsson forstöðumaður íþróttamála hjá Svf. Skagafirði hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík en gengið var endanlega frá ráðningunni 7. desember sl. Segja má að Ótthar sé að fara á heimaslóðir en úr Reykjavík fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni á Sauðárkrók fyrir fáum árum.
Ótthar mun hefja störf sem framkvæmdastjóri Þróttar þann 1. febrúar nk.