Sigtryggur Arnar áfram á Króknum

Blekið er vart þornað úr penna formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls því skömmu eftir að skrifað var undir samning við Drungilast mætti Sigtryggur Arnar Björnsson að samningaborðinu með Degi Þór Baldvinssyni til að rita nafn sitt undir framlengdan samning um að hann leiki með liðinu næstu tvö árin.

Arnar lék á als oddi með Stólunum í vetur og ljóst að vera hans í liði Íslandsmeistaranna er mikill fengur fyrir liðið og samfélagið allt eins og undirtektir viðstaddra báru vitni um en, líkt og með samning Drungilas, var skrifað undir á atvinnulífssýningunni sem staðið hefur yfir í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, sem alla jafna er kallað Síkið.
Arnar segist hlakka til komandi tímabils og vonast eftir að fá að sækja fleiri titla fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir