Sló eigið vallarmet á 25 ára afmælismóti GÓS

Heiðar Davíð Bragason kom, sá og sigraði á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss, Blönduósi þann 28. ágúst sl. en þar tók hann sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Hann sló sitt eigið vallarmet og fór völlinn á 65 höggum en par vallarins er 70.

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ sæmdi Heiðar Davíð síðan silfurmerki Golfsambandsins í afmælishófi klúbbsins um kvöldið fyrir afrek í golfíþróttinni.

/Húni.is

Fleiri fréttir