Tveir Norðurlandsmeistarar hjá GSS

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur verið öflugur í starfi sínu í sumar og eignaðist m.a. tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri. Á heimasíðu GSS kemur fram að úrslit í holukeppni Golfklúbbs Sauðárkróks hafi ráðist í lok ágúst og varð Rafn Ingi Rafnsson holukeppnismeistari GSS árið 2019 en hann hafði betur í spennandi leik á móti Telmu Ösp Einarsdóttur.

Opna Advania var haldið 1. september en þar sigruðu þau Telma Ösp Einarsdóttir og Hjörtur Geirmundsson.

Barna- og unglingastarfið hefur verið öflugt í sumar og var m.a. farið í vel heppnaða skemmtiferð til Akureyrar þann 6. september þar sem börn og foreldrar skelltu sér á skauta, í sund og svo var Pizzuhlaðborð.

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni var þann 15. september. GSS átti samtals níu keppendur á lokamótinu á Akureyri en í mótaröðinni í heild í sumar átti klúbburinn 18 þátttakendur.

Keppendur GSS röðuðu sér í verðlaunasæti á lokamótinu: Telma Ösp var efst í flokki 18-21 árs stúlkna, Hildur Heba Einarsdóttir var í öðru sæti í flokki 15 – 17 ára stúlkna, Anna Karen Hjartardóttir var í öðru sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri.

Heildarkeppnin kallast Norðurlandsmeistarinn en þá er tekin saman besti samanlagður árangur á þremur mótum í sumar, reiknuð stig fyrir hvert sæti. Klúbburinn eignaðist tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri þar sem hún deildi stigameistaratitlinum með Köru Líf Antonsdóttur úr GA. Hildur Heba Einarsdóttir í 2 sæti í stúlknaflokknum 15-17 ára og Una Karen Guðmundsdóttir var í 3. sæti í sama stúlknaflokki, þ.e. 14 ára og yngri.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir