Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna
Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin á laugardaginn og tókst í alla staði vel, að því er fram kemur á heimasíðu hestamannafélagsins Neista.Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun í ýmsum flokkum. Ólafur Magnússon var m.a. valinn knapi ársins 2010 hjá hestamannafélaginu Neista og Steinnes í Húnavatnshreppi var valið ræktunarbú ársins 2010.
Þá hlaut Kiljan frá Steinnesi Fengsbikarinn en hann er gefinn til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.
Ólafur knapi ársins
Ólafur Magnússon gerði það mjög gott í KS-deildinni, var þar í úrslitum í flestum greinum og endaði í 3. sæti í samanlagðri stigasöfnun knapa. Hann mætti á Ís-landsmót, í Húnvetnsku liðakeppnina og á Fákaflug og var í úrslitum á öllum þessum mótum.
Ólafur stendur ekki einn í þessu því konan hans Inga Sóley á stóran þátt í góðu gengi hans þar sem hún stendur þétt við bakið á honum, heima og heiman. Inga Sóley fékk afhentan þakklætisvott frá Hestamannafélaginu Neista fyrir að fá Ólaf svona oft lánaðan til að fara á keppnisvöllinn.
Steinnes ræktunarbú ársins
Steinnes í Húnavatnshreppi var valið ræktunarbú ársins 2010. Ábúendur þar eru þau Magnús Jósefsson og Líney Árnadóttir. Á árinu 2010 voru sýnd 12 hross frá Steinnesi