Vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta, segir Pavel eftir leik gærkvöldsins

Þórsarar voru ánægðir með sigurinn í gær enda sagði á Facebook-síðu þeirra:
Þórsarar voru ánægðir með sigurinn í gær enda sagði á Facebook-síðu þeirra: "Algjörlega magnaðir Þórsarar unnu Tindastól eftir framlengdan leik, 93-90!"

Það var á erfiðan völl að sækja fyrir Tindastól í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gær er liðin áttust við í Subway-deildinni í körfubolta. Tvö hörku lið sem tókust á í jöfnum og spennandi leik og úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og unnu með þriggja stiga mun. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið að landa sigri, fyrir Þór að tryggja sig í úrslitakeppnina og heimavallarétturinn mikilvægi fyrir Tindastól en fjögur efstu liðin fá þann rétt í úrslitakeppninni.

Þórsarar náðu með sigrinum að slíta sig frá Stjörnunni og Breiðablik, sem voru jöfn að stigum fyrir leikinn með 16 stig í 7.-9. sæti, og verma nú 7. sætið. Stólar aftur á móti sitja í 5. sæti með 22 stig en sæti ofar eru Haukar með 26 og aðeins tveir leikir eftir í deildinni gegn neðsta liði og því efsta, KR og Val, og því aðeins lukkudísaörlög sem geta hjálpað til í þeim efnum.

En eins og áður sagði var leikur gærkvöldsins spennandi og aðeins spurning hvort liðið gerði færri mistök. Spennan var í hámarki alla leikhluta en jafnt var eftir þann fyrsta 17 – 17 en heldur sóttu heimamen í sig veðrið í þeim næsta þar sem þeir skoruðu 19 stig gegn 14 gestanna 19-14 og voru því yfir í hálfleik 36 – 31, sem er í sjálfu sér enginn munur. Oft hefur verið talað um að álög hvíli á Tindastólsliðinu í 3. leikhluta því hann hefur á stundum tapast illa en Pavel þjálfari hefur náð að kveða þá bölvun niður þar sem Stólar hafa átt góða spretti í þeim leikhluta eftir komu hans á Krókinn. Sá hluti vannst með sex stigum 19 – 25 og Stólar með yfirhöndina þegar lokakaflinn hófst 55:56. Áfram hélt spennan, mikið jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta og Stólar gerðu sig líklega til að láta til sín taka með fimm stiga áhlaupi í byrjun en Þórsarar ekkert á því að gefa neitt eftir og höfðu komist yfir áður en lagt um leið. Skiptust liðin á að leiða og þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan jöfn 74 – 74. Áfram hélt spennan áfram og þegar tíminn rann út var staðan jöfn 83-83 og því framlenging í vændum. Í framlengingunni höfðu heimamenn betur eftir áframhaldandi naglbít þar sem liðin héldu áfram að skipta með sér forystunni en lokastaðan 93-90. 

Þrátt fyrir tap Tindastóls var Pavel sáttur við framgöngu sinna manna og sagði að raun hefði ekkert vantaði upp á í gær.
„Þetta var vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta. Við löbbuðum sáttir frá þessum leik,“ sagði Pavel við Feyki.

Þú sagðir fyrir leik að verið væri að prófa nýja hluti varðandi leikskipulag, hvernig er það og hvernig fannst þér það ganga?
„Það var ekkert nýtt leikskipulag sem slíkt, en það voru hlutir sem við vildum leggja áherslu á og framkvæma. Við gerðum það vel.“

Tapið minnkaði líkurnar á heimavallarétti í úrslitakeppninni, telur þú það hafa áhrif á gengi liðsins í þeirri keppni?
„Heimavallarétturinn hefði verið vel þeginn. En hann breytir ekki alveg öllu. Þetta er krefjandi ferðalag ef þú vilt komast á leiðarenda. Nú þurfa allir að koma í bátana. Stemningin og stuðningurinn sem myndast hérna verður mikilvægt vopn fyrir okkur á Króknum. Vopn sem ekkert annað lið í deildinni getur státað sig af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir