30 svipmyndir frá setningarkvöldi ULM 2023

Hlaupið með kyndilinn góða en þetta eru þær Bríet Bergdís Stefánsdóttir  og Unnur María Gunnarsdóttir, MYND AF VEF UMFÍ
Hlaupið með kyndilinn góða en þetta eru þær Bríet Bergdís Stefánsdóttir og Unnur María Gunnarsdóttir, MYND AF VEF UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróksvelli í gærkvöld. Þátttakendur gengu fylktu liði til leiks og í kjölfarið fylgdi fimleikasýning og loks ball með Danssveit Dósa.

Nú seinni part dags verða ýmsir dagskrárliðir í gangi sem hófust um hádegi eins og badminton, frisbígolf, borðtennis og frjálsar. Klukkan þrjú er boðið upp á sönggleði með börnum, Fottball Freestyle vinnubúðir og grashandbolta og seinna hefst keppni í upplestri, hægt verður að dansa zúmba dans, fara í sjósund, meiri frjálsar, körfuboltafjör og sundlaugarpartý hefjast kl. 18.

Í kvöld lýkur dagskrá með hæfileikasviði, BMX brós á íþróttasvæðinu og tónleikum í Landsmótstjaldinu en þangað mæta Herra Hnetusmjör, Emmsé Gauti og Valdís.

Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá UMFÍ og Einari E. Einarssyni að birta myndir frá þeim sem teknar voru í gærkvöldi við setningu mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir