Fjörugir styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju

Söngvarar og flytjendur á styrktartónleikum Fjölskylduhjálpar Skagafjarðar um síðustu helgi. Jóhanna Marín, Sveinn Rúnar, Margrét Petra, Fúsi Ben, Eysteinn Ívar, Sigurlaug Vordís, Vignir Kjartans, Elva Björk, Ingi Sigþór Sigvaldi Helgi, Hrafnhildur Ýr, Flóra Rún og Emelíana Lillý. Á myndina vantar Emmu Dallilju, ömmubarn. Aðsend mynd. Aðrar myndir: Skáskot af Emmu Dallilju: Margrét Petra en hinar tók Þorbjörg Harðardóttir.
Söngvarar og flytjendur á styrktartónleikum Fjölskylduhjálpar Skagafjarðar um síðustu helgi. Jóhanna Marín, Sveinn Rúnar, Margrét Petra, Fúsi Ben, Eysteinn Ívar, Sigurlaug Vordís, Vignir Kjartans, Elva Björk, Ingi Sigþór Sigvaldi Helgi, Hrafnhildur Ýr, Flóra Rún og Emelíana Lillý. Á myndina vantar Emmu Dallilju, ömmubarn. Aðsend mynd. Aðrar myndir: Skáskot af Emmu Dallilju: Margrét Petra en hinar tók Þorbjörg Harðardóttir.

Það skapaðist mikil og góð stemning í Sauðárkrókskirkju sl. laugardagskvöld þegar Elva Björk Guðmundsdóttir bauð upp á notalega kvöldstund ásamt börnum, tengdabörnum, barnabarni, frænkum frændum og vinum, og kom gestum í sannkallað jólaskap með tónlistarflutningi og skemmtilegu spjalli og athugasemdum á milli laga.

„Ég veit ekki hve margir komu en það var vel mætt, full kirkja. Við erum mjög þakklát fyrir þátttökuna og ánægjulegt að fólk styðji þetta málefni. Manni varð hlýtt í hjartanu,“ segir Elva Björk en um var að ræða þriðju styrktartónleikana fyrir Fjölskylduhjálp Skagafjarðar sem hún og fjölskylda hennar stendur fyrir. Hún segir að eins og margt annað hafi tónleikar dottið niður í Covid-inu en þá hafi fjölskyldan tekið upp myndband og sett á netið.

„Þetta gekk mjög vel og þetta er alltaf á léttu nótunum hjá okkur, bæði hlegið og hlustað. Það er nú það skemmtilega við þetta.“

Aðeins hefur fjölgað í flytjendahópnum frá fyrri tónleikum en þegar þetta verkefni hófst voru það bara Elva og krakkarnir en nú bættust við frænka hennar, Sigurlaug Vordís sem kom með sína fjölskyldu og til stóð að Eydís systir hennar myndi vera með en forfallaðist en dóttir hennar lét sig ekki vanta.

„Núna voru tvær fjölskyldur að syngja, en við erum meira og minna öll skyld. Það er ofsalega gaman að fá fólk með okkur. Róbert gat t.d. ekki verið með okkur núna og þá er gott að hafa fleiri,“ segir hún.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að millifæra á söfnunarreikninginn 0310 - 13 - 300565. Kennitalan er 560269-7659.

(Athugið að rangt reikningsnúmer var auglýst í fyrstu en nú búið að leiðrétta.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir