Uppskrift að góðu kvöldi með vinum

Matgæðingarnir Ásdís Ýr og Jón Kristófer. Aðsend mynd.
Matgæðingarnir Ásdís Ýr og Jón Kristófer. Aðsend mynd.

Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum.
„Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."

Fiskisúpan á Hæli

  • 1 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 appelsínugul paprika
  • 1 púrrulaukur
  • 100 g hörpuskel
  • 100 g rækjur
  • 200 g þorskur/ýsa
  • 100 g bleikja/lax
  • 2 lítrar vatn
  • 1 matreiðslurjómi
  • 125 g rjómaostur
  • 1 flaska Chilli Heinz tómatsósa
  • 1 teningur fiskikraftur
  • 2 tsk karrí
  • salt
  • pipar

Laukur, paprikur og púrrulaukur er skorið smátt og svissað í potti með smjöri. Þegar grænmætið er orðið mjúkt er karríi bætti við sem og vatni, chilli sósu og fiskikrafti. Þegar suðan kemur upp er rjómaosti og matreiðslurjóma bætt við. Súpan er svo smökkuð til með salti og pipar – og jafnvel meira karríi. Rétt áður en súpan er borin fram er fiskurinn skorinn smátt og settur út í súpuna, fyrst fiskurinn, svo hörpuskelin og svo rækjurnar. Gætið þess að láta súpuna ekki sjóða eftir að sjávarfangið fer út í svo það ofeldist ekki.

Borið fram með þeyttum rjóma og heimabökuðu brauði.

Ærfille fyrir 4

  • 800 g ærfille
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk svartur pipar
  • 1 tsk timian (þurrkað)
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 4 msk ólífuolía

Fille er skorið í hæfilega stórar steikur, u.þ.b. 5 cm. Hvítlaukur er rifinn á rifjárni eða í hvítlaukspressu og settur í plastpoka með olíu, salti, pipar, timan og kjötinu. Lokið pokanum og nuddið marineringunni vel í kjötið. Látið standa í 1-2 klst.

Kjötið er snöggsteikt á mjög heitri pönnu, 1 mín. á hvorri lið. Passið að setja ekki of mikið á pönnuna í einu svo kjötið soðni ekki. Steikt fille er svo sett í ofn við 180°C án blásturs í 5 mínútur. Látið kjötið standa í nokkrar mínútur áður en það er skorið.

Borið fram með góðu salati, uppáhalds sósunni og góðum kartöflum.

Pönnukökur með rjóma, heimalagaðri karamellu og ávöxtum

  • 4 dl hveiti
  • ½ dl sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 egg
  • 50 g bráðið smjörlíki
  • mjólk til að þynna deigið

Blandið þurrefnum saman og bætið síðan eggi, smjörlíki, vanilludropum og mjólk saman við þar til deigið hefur náð hæfilegri þykkt. Steikið eins og hefðbundnar pönnukökur. Látið kólna og útbúið karamellusósuna á meðan.

Karamellusósa

  • 1 dl sýróp
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk smjör

Sýróp, rjómi og sykur er látið malla í potti við vægan hita í um 30 mínútur eða þar til karamellan er hæfilega þykk. Setjið vanilludropa og smjör út í og takið af hellunni.

  • Þeyttur rjómi
  • Ávextir eða ber

Setjið rjóma og ávexti eða ber á hverja pönnuköku eins og þið væruð  með týpíska rjómapönnsu. Karamellusósunni er svo hellt yfir hverja pönnuköku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir