Nýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til.
Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!