Að þessu sinni er það Gunnar Lárus Hjálmarsson úr Reykjavíkurhreppi, betur þekktur sem Dr. Gunni, sem tekst á við Tón-lystina. Doktorinn spilar á gítar, bassa og ukulele en til helstu tónlistarafreka sinna telur hann Prumpulagið og Glaðasta hund í heimi og að hafa verið í hljómsveitunum S.H. Draumur og Unun og reyndar ýmislegt fleira. Gunni er alinn upp í Kópavogi en hver er þá tenging hans norður? „Pabbi er frá Skagafirði, bjó í Bakkakoti í Lýtingsstaðarhreppi. Við systkinin höfum tvisvar á síðustu tveimur árum farið á æskuslóðirnar með gamla með. Ég fíla Skagafjörð í botn. Reyni að komast þangað á hverju sumri og á enn eftir að fara upp á Mælifellshnjúk í almennilegu skyggni. Þegar ég fór upp sást ekki neitt fyrir þoku,“ segir hann