Rabb-a-babb 195: Brynhildur Þöll

Brynhildur Þöll. AÐSEND MYND
Brynhildur Þöll. AÐSEND MYND

Nafn: Brynhildur Þöll Steinarsdóttir.
Árgangur: Ég er fædd árið 1988.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Jakobi Loga Gunnarssyni og saman eigum við tvær dásamlegar dætur. Hana Sólveigu Diljá sem er 4 ára og Dagnýju Silfá sem er 1 árs.
Búseta: Við erum nýflutt frá Danmörku þar sem við bjuggum í átta ár en núna búum við á Efri-Vindheimum í Hörgársveit.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Steinars frá Hólakoti á Reykjarströnd og Efemíu sem er frá Fjósum í Svartárdal.
Starf / nám: Ég hef lokið námi í heyrnar- og talmeinafræði og starfa nú sem talmeinafræðingur (undir leiðsögn) á talmeinastofu á Akureyri.
Hvað er í deiglunni: Bara þetta venjulega, vinna og börn. Fyrir utan það, venjast íslensku veðri á nýjan leik, það má með sanni segja að bærinn okkar standi undir nafni (Vindheimar). Annars er maður kannski að reyna að hætta að plana og tala í vikum eins og dani.

Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Samviskusöm en þó oft að gera verkefni á síðustu stundu. Sem krakki var ég soddan kennarasleikja.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ætli það séu ekki bara gjafirnar og peningarnir.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man að á einhverjum tímapunkti ætlaði ég að verða rithöfundur og öðrum tímapunkti ætlaði ég að verða prestur. Ég hef alltaf verið mjög óákveðin í þessum efnum. Ég prófaði kennaranám, leikskólakennaranám, heyrnarfræðinám og fann mig svo loksins í talmeinafræðinni :D.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Dúkkurnar mínar án efa.

Besti ilmurinn? Kaffiilmurinn og jú líka ilmurinn þegar ég geng inn heima hjá mömmu og pabba og það er lambalæri í ofninum. Lærið er bara alltaf best hjá mömmu.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Sá hann fyrst á þjóðhátíð í Eyjum en heillaði hann fyrst á Mælifelli.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)?Hahaha örugglega íslensk dægurlög eins og alltaf.

Hvernig slakarðu á? Ýmist fyrir framan sjónvarpið eða í heitum potti. Oftast með súkkulaði á kantinum.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Öllum þáttum með dægurlögum!

Besta bíómyndin (af hverju)? Kill Bill og Django, bara tær snilld eins og allt frá Tarantino.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þeir eru nú svo margir en um þessar mundir er ég líklega mest að fylgjast með Söru Sigmundsdóttur.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Aji það er nú svo margt…Pizzu auðvitað! Cappuccino, skúra, skipa fyrir og margt fleira, bæði gott og slæmt.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Nú pizza, kaffi, já og líka mexikósk kjúklingasúpa.

Hættulegasta helgarnammið? Allt súkkulaði og ekki bara um helgar.

Hvernig er eggið best? Harðsoðið

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þrjóskan (hún kemur sér nú samt stundum vel sem betur fer)

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Allt er hollt í hófi.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég myndi vilja prófa að vera Gissur Páll. Þá gæti ég prófað að vera karlmaður, frægur og stórkostlegur söngvari, allt á einu bretti. Ég myndi að sjálfsögðu halda tónleika í Miðgarði.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)? Harry Potter það segir sig nú sjálft.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þriðjudagstilboð?

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð (og af hverju)? Örugglega vinkonum mínum Völu Hrönn, Sigríði Ingu og Drífu K. Blöndal af því að þær eru svo sjúklega fyndnar og ég veit ég get dregið þær í hvaða vittleysu sem er að kvöldverði loknum!

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Ú það er úr svo mörgu góðu að velja, það var náttúrulega fáránlega gaman að vera krakki svo væri til í að prófa það aftur en það var líka rugl gaman að vera unglingur á sveitaballi í Miðgarði, já eða í lýðháskóla í Danmörku. Þyrfti helst að fá að prófa þetta allt saman aftur.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ég get ekki ákveðið mig (væri titillinn sko)

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Beint uppá topp á flottasta skíðasvæðinu í Kanada (og auðvitað með Sigríði Ingu Viggósdóttur með mér)

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Sko númer 1, 2 og 3 er að fá að upplifa börnin mín vaxa og dafna. Annars væri ég til í að ferðast meira og byggja mér hús (eða þið vitið, láta byggja hús fyrir mig).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir