2.276.700 krónur söfnuðust handa Sauðárkróksbakaríi

Sauðárkróksbakarí Mynd: ÓAB
Sauðárkróksbakarí Mynd: ÓAB

Íbúar Skagafjarðar tóku heldur betur höndum saman þegar á þurfti nú á dögunum, en rúmar 2.2 milljónir söfnuðust fyrir Snorra Stefánsson, eiganda Sauðárkróksbakarís. Snorri varð fyrir miklu tjóni aðfaranótt 14. maí er bíl var ekið inn í bakaríið.

Hrafnhildur Viðarsdóttir, eigandi naglasnyrtistofunnar Game of Nails átti frumkvæðið af söfnuninni og hvatti fólk til að leggja sitt af mörkum inn á söfnunarreikning. Árni Björn Björnsson hélt síðan boltanum á lofti er hann stóð fyrir hamborgarasölu á veitingastað sínum Hard Wok Cafe þar sem öll salan rann óskipt til Snorra.

Inn á reikninginn safnaðist 1.062.500 kr., úr hamborgasölunni komu 1.214.200 kr. og var Snorra því afhent 2.276.700 kr.

„Það er dásamlegt að vera Skagfirðingur og geta virkjað samtakamátt okkar allra í góðverk eins og þetta“, segir Hrafnhildur á Facebook-síðu sinni.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir