3 flautur og selló í Hóladómkirkju
Flautuleikararnir Berglind Stefánsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir ásamt sellóleikaranum Sigurgeiri Agnarssyni halda tónleika í Hóladómkirkju sunnudaginn 11. júlí kl. 14.
Dagskráin samanstendur af tríóum og kvartettum eftir Haydn, Telemann, Quantz og Boismortier. Mikið er til af tónlist fyrir fleiri en eina flautu en þessi verk eru þó ekki oft leikin í dag. Því gefst kærkomið tækifæri til að hlýða á þessa gullmola barokk og klassíska tímabilsins í Hóladómkirkju nk. sunnudag.
Flytjendurnir á tónleikunum starfa allir við Tónlistarskólann í Reykjavík og leika með ýmsum hljóðfærahópum, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska flautukórnum, Camerarctica og Kammersveit Reykjavíkur.